Stuðningsmaður Manchester United ákvað að láta vaða um helgina og spyrja Ruben Amorim að ansi óþægilegri spurningu.
Amorim er stjóri United en hann áritaði treyjur og annað fyrir utan Old Trafford, heimavöll félagsins.
Þessi maður spurði Amorim hvort Gianluigi Donnarumma væri á leiðinni en hann er markvörður AC Milan og er orðaður við United.
Amorim hafði ekkert að segja við þessari spurningu en hló og það sama má segja um stuðningsmanninn.
Talið er að Donnarumma sé á förum frá Paris Saint-Germain í sumar en hvert hann fer mun koma í ljós síðar í sumar.
Myndband af þessu má sjá hér.
Rúben Amorim coy when asked if #mufc will sign Gianluigi Donnarumma 👀🤣
— UtdDistrict (@UtdDistrict) August 9, 2025