Enginn annar en Riyad Mahrez var óvænt mættur á æfingasvæði Manchester City um helgina og hitti sína fyrrum liðsfélaga.
Mahrez stóð sig vel í búningi City eftir að hafa komið frá Leicester árið 2018 – hann spilar ´ði dag í Sádi Arabíu.
Mahrez er 34 ára gamall og undirbýr sig fyrir komandi leiki Al Ahli en sá næsti er í Ofurbikarnum þann 20. ágúst.
Vængmaðurinn ákvað að nýta fríið í að heimsækja kunnuglegar slóðir og hitti fyrrum liðsfélaga sem og stjóra City, Pep Guardiola.
Það var vel tekið á móti leikmanninum eins og má sjá hér.
Training with a special guest 🇩🇿🩵
🤝 @Mahrez22 pic.twitter.com/YTTxCvfkNh
— Manchester City (@ManCity) August 8, 2025