Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann Víking 4-2 í kvöld en spilað var á Víkingsvellinum.
Það var mikið fjör í leik kvöldsins en Gylfi Þór Sigurðsson gerði bæði mörk heimamanna úr vítaspyrnum.
Stjarnan var 2-0 yfir þegar Þorri Mar Þórisson var rekinn af velli og skoraði Gylfi úr vítaspyrnu sem var dæmd.
Þrátt fyrir að vera manni færri unnu Stjörnumenn 4-2 sigur þar sem Andri Rúnar Bjarnason var á meðal markaskorara.
Valur vann Breiðablik í hinum leik kvöldsins 2-1 og er með fimm stiga forystu á toppnum.