Vestri er komið í fjórða sæti Bestu deildar karla eftir leik við Fram í dag þar sem nóg af fjöri var í boði.
Fram gerir sér vonir um að enda í efri hluta deildarinnar fyrir úrslitakeppnina en tapaði gegn Vestra á dramatískan hátt í dag.
Fram tók tvívegis forystuna í leiknum en Vuk Oskar Dimitrijevic og Kennie Chopart gerðu mörk liðsins sem dugðu þó ekki til.
Vestri svaraði í bæði skiptin með mörkum frá Vladimir Tufegdzic og Ágústi Eðvaldi Hlynssini og stefndi allt í 2-2 jafntefli.
Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra svo óvænt sigur í uppbótartíma og er liðið nú með 26 stig í fjórða sætinu.