Darwin Nunez er orðinn leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu og kemur til félagsins frá Liverpool.
Þetta var staðfest í kvöld en Liverpool fær um 45 milljónir fyrir framherjann sem stóðst ekki væntingar á Anfield.
Úrúgvæinn hefur spilað með Liverpool frá 2022 en hann kom til félagsins frá Benfica þar sem hann stóð sig vel.
Þetta ýtir undir þær sögusagnir að Alexander Isak muni á endanum ganga í raðir Liverpool frá Newcastle.