Ballon d’Or verðlaunin í hinum ýmsu flokkum verða veitt í næsta mánuði og er búið að opinbera hvaða stjórar koma til greina.
Luis Enrique, stjóir Evrópuemeistara Paris Saint-Germain, er að sjálfsögðu á listanum og það sama má segja um stjóra Englandsmeistara Liverpool, Arne Slot.
Antonio Conte gerði Napoli að Ítalíumeisturum og er hann á blaði eins og Hansi Flick, sem stýrði Barcelona til sigurs á Spáni.
Loks er Enzo Maresca hjá Chelsa tilnefndur, en hann gerði liðið að heimsmeisturum félagsliða í sumar.