Jamie Gittens hefur sett smá pressu á sjálfan sig fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Gittens skrifaði undir samning við Chelsea í sumar en hann vakti athygli hjá Dortmund í Þýskalandi.
Það er búist við þónokkru af þessum vængmanni en hann er þó aðeins 20 ára gamall og á alla framtíðina fyrir sér.
Gittens hefur ákveðið að taka við treyju númer 11 hjá Chelsea sem Didier Drogba gerði fræga um tíma.
Drogba byrjaði í númerinu 15 hjá Chelsea en upplifði sína bestu tíma í treyju númer 11 og það sama má segja um fyrrum fyrirliða félagsins, Dennis Wise.