Það voru margir afskaplega hissa í vikunni eftir ummæli sem stjórnmálakonan Heather Hutt bauð sóknarmanninn Heung Min Son velkominn til Los Angeles.
Son hefur skrifað undir samning við LAFC í Bandaríkjunum og kemur til landsins eftir langa dvöl hjá Tottenham.
Son er 33 ára gamall og er kominn á seinni ár ferilsins en hann ákvað sjálfur að finna sér nýtt verkefni í sumar.
Hutt veit af því að Bandaríkin munu halda HM á næsta ári og vonast víst til þess að Son hjálpi heimaþjóðinni að vinna mótið.
Það er að sjálfsögðu ekki í boði en Son er frá Suður-Kóreu og spilar því ekki fyrir bandaríska landsliðið.
,,Þegar HM hefst þá erum við að búast við því að vinna það hér í Los Angeles, fyrir Bandaríkin,“ sagði Hutt.
,,Við erum mætt hingað til að styðja þig í að ná þeim áfanga.“
Ansi skondin ummæli en Hutt hefur væntanlega áttað sig á mistökunum fljótlega eftir að þau voru flutt á blaðamannafundinum.
Heather Hutt (Member of the Los Angeles City Council) thinks South Korean Son Heung-min is American… 🇰🇷
“No pressure… when the World Cup comes, we are expecting a win here in LA for the USA, we are here to support you to get that done” #usmnt
— RGF (@rgfray1) August 6, 2025