fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Baunar á KR-inga – „Sama hvað er búið að heilaþvo fólk“

433
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 10:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu í Bestu deild karla. Liðið var til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net eftir einn eitt tapið, nú gegn ÍBV á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

KR er í næstneðsta sæti deildarinnar eftir 17 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti. Liðinu og Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara hefur verið mikið hrósað fyrir að spila skemmtilegan fótbolta, sér í lagi framan af móti.

„Sama hvað er búið að heilaþvo fólk þá missa leikmenn sjálfstraust þegar þeir tapa leik eftir leik. Þeir eru í næstsíðasta sæti,“ sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

KR hefur tapað átta af síðustu ellefu leikjum í deildinni. Þá hafa síðustu leikir ekki verið sama markaveislan og fyrr í mótinu.

„Í byrjun tímabils fyrirgaf maður KR því þetta voru ekkert eðlilega skemmtilegir leikir. Nú eru þetta þrjú mörk í fjórum leikjum, þeir eru ekki einu sinni skemmtilegir lengur. Lið eru búin að lesa þá,“ sagði Valur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð