Thomas Muller er við það að skrifa undir samning við Vancouver Whitecaps sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir dvöl hjá Bayern Munchen en hann er mjög reynslumikill leikmaður.
Muller verður launahæsti leikmaður Vancouver en fær samt sem áður þrefalt lægri laun en Lionel Messi.
Muller mun fá 6,6 milljónir evra dá samningi sínum hjá Vancouver en hann verður líklega staðfestur á morgun.
Þessi fyrrum þýski landsliðsmaður er líklega að taka sitt síðasta skref á ferlinum en hann hefur allan sinn feril leikið með Bayern.