Luca Percassi, stjórnarformaður Atalanta, hefur staðfest það að félagið hafi fengið tilboð í Ademola Lookman.
Lookman er sóknarmaður Atalanta en hann er á óskalista Inter sem bauð 45 milljónir punda í leikmanninn.
Percassi segir að Lookman vilji fara annað í sumar og eru góðar líkur á að þessu tilboði verði tekið.
,,Lookman hefur leitast eftir því að komast burt í smá tíma núna og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Percassi.
,,Við munum fara vandlega yfir tilboðið sem okkur barst á næstu dögum.“