Orri Steinn Óskarsson komst á blað fyrir lið Real Sociedad sem mætti Osasuna í kvöld.
Um var að ræða æfingaleik sem Sociedad vann örugglega en lokatölur urðu 4-1.
Sociedad komst í 4-0 í leiknum áður en Osasuna klóraði í bakkann er um 16 mínútur voru eftir.
Orri skoraði mark sitt á 63. mínútu en hann gerði það af vítapunktinum og með svokallaðri Panenka vítaspyrnu.
Laglegt mark sem má sjá hér.
⚽️ Gol de Oskarsson de penalti#RealSociedad pic.twitter.com/YgvKnNr1u4
— Hodei (@Hodeii11) July 30, 2025