Rob Holding, fyrrum leikmaður Arsenal, er að ganga til liðs við Colorado Rapids í Bandaríkjunum.
Miðvörðurinn kemur frítt frá Crystal Palace, en hann fékk samningi sínum rift hjá úrvalsdeildarliðinu. Hann var á láni hjá Sheffield United á síðustu leiktíð.
Nú fer Holding til Bandaríkjanna, en þar spilar einmitt kærasta hans og landsliðskona Íslands, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís skrifaði undir hjá Angel City í Los Angeles í sumar. Það tekur um 15 klukkustundir að keyra á milli staðanna.
Rob Holding has joined Colorado Rapids in MLS after agreeing to leave Crystal Palace on a free transfer. Will be managed by ex-#LUFC + #MUFC coach Chris Armas.
Former #Arsenal CB now at Kroenke-owned Rapids
🇺🇸🦅⚽️🥅 #Rapids96
— Mike McGrath (@mcgrathmike) July 30, 2025