Franska félagið Lyon er að reyna að kaupa Tyler Morton, leikmann Liverpool, samkvæmt L’Equipe.
Morton er 22 ára gamall og er ekki inni í myndinni á Anfield. Þá rennur samningur hans út eftir ár og er Liverpool til í að selja hann í sumar.
Félögin eiga nú í viðræðum um kaupverð, en Liverpool er sagt vilja tæpar 8 millónir punda fyrir Morton.
Morton er uppalinn hjá Liverpool og á að baki 14 leiki fyrir aðalliðið. Hann hefur þá verið lánaður til Blackburn og Hull á tíma sínum hjá félaginu.