Fyrrum ungstirni Barcelona, Carles Perez, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið bitinn af hundi.
Þetta kemur fram í spænska miðlinum AS en Perez spilaði með Barcelona sem unglingur frá 2012 til 2020 og lék 13 aðalliðsleiki.
Hann leikur nú í Grikklandi en hann var úti að labba með eigin hund þegar ráðist var á hann úr óvæntri átt.
Hundurinn beit Perez í eistun en leikmaðurinn er á góðri bataleið og er útlit að hann þurfi ekki að gangast undir aðgerð.
Perez er aðeins nýbúinn að semja við Aris í Grikklandi á lánssamningi en hann er samningsbundinn Celta Vigo.
Um er að ræða vængmann sem hefur einnig leikið með Roma og Getafe á sínum ferli.