Það er ríkir áfram mikil óvissa um framtíð Gianluigi Donnarumma, markvarðar Paris Saint-Germain, sér í lagi þar sem félagið er að sækja markvörð Lille, Lucas Chevalier.
Donnarumma, sem er 26 ára gamall, er einn besti markvörður heims og átti stóran þátt í að PSG varð Evrópumeistari í fyrsta sinn í vor. Hann á þó aðeins ár eftir af samningi sínum í frönsku höfuðborginni og hefur verið orðaður við brottför.
Ítalinn hefur nokkra möguleika ef hann fer. Manchester-liðin City og United hafa bæði áhuga, sem og tyrkneska stórliðið Galatasaray. Þá hafa nokkur félög í Sádi-Arabíu augastað á Donnarumma ef hann vill þykkja budduna vel.
Þá er ekki útilokað að Donnarumma taki einfaldlega slaginn við hinn 23 ára gamla Chevalier um markvarðastöðuna hjá PSG í vetur. Talið er að honum liggi ekkert á að fara og líði vel að spila undir stjórn Luis Enrique. Sem fyrr segir er þó skammt eftir af samningi kappans.