fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Haukur hættir eftir trúnaðarbrest innan stjórnarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 10:33

Haukur Guðberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Guðberg Einarsson hefur stigið til hliðar sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur eftir að trúnaðarbrestur kom upp í stjórn deildarinnar. Víkurfréttir segja frá. Óstaðfestar heimildir miðilsins herma að samið hafi verið við leikmann án vitundar formanns og Haukur ákvað því að stíga til hliðar.

„Ég var búinn að ákveða að stíga til hliðar í haust svo þetta skiptir ekki öllu máli. Þegar ég tók hlutverkið að mér á sínum tíma og ræddi við fyrrum formann, Jónas Þórhallsson, þá sagði hann mér að gera alla hluti með hjartanu því þannig gæti ég verið sáttur við allar þær ákvarðanir sem ég myndi taka. Þessi ákvörðun er tekin með hjartanu, ég hefði ekki verið sáttur við mig ef ég hefði ekki fylgt hjartanu.

Þetta er búið að vera gríðarlegt álag undanfarin ár og ég stíg sáttur frá borði þó svo að ég hefði viljað klára þetta tímabil. Ég ætlaði mér að koma liðinu heim og það tókst, ég var búinn að finna minn eftirmann og ætlaði að koma honum inn í hlutina og mun áfram verða boðinn og búinn í það en ég taldi mig ekki getað unnið áfram sem formaður ef hjartað sagði mér annað,“ segir Haukur við Víkurfréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Högg í maga United
433Sport
Í gær

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Í gær

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið