Mason Greenwood vakti heldur betur athygli í gær er hann spilaði með Marseille í æfingaleik gegn Excelsior Maassluis.
Maassluis spilar í neðri deildum Hollands og átti lítinn möguleika gegn sterku liði Marseille.
Marseille kláraði leikinn í fyrri hálfleik þar sem Greenwood skoraði þrennu á aðeins 11 mínútum.
Engin mörk voru þó skoruð í seinni hálfleik en Marseille hvíldi marga leikmenn seinni hluta leiksins.
Greenwood er orðinn einn vinsælasti leikmaður Marseille og hefur verið orðaður við önnur félög í sumar.