Thomas Frank viðurkennir að hafa gert mistök stuttu eftir að hafa tekið við taumunum hjá Tottenham.
Frank ræddi við sitt nýja starfsfólk og ræddi þar um þá ‘ósnertanlegu’ sem spiluðu með liði Arsenal 2003-2004.
Það er mikill rígur á milli Arsenal og Tottenham en það fyrrnefnda vann deildina 2004 án þess að tapa leik.
Frank mun passa sig að nefna ekki það afrek Arsenal aftur en hann fékk orð í eyra frá sínu starfsfólki eftir ummælin.
,,Eins og ég sagði við starfsfólkið eftir komu hingað þá lofa ég einu – það eru 100 prósent líkur á að við munum tapa fótboltaleikjum,“ sagði Frank.
,,Ég hef ekki séð lið spila tímabil án þess að tapa. Það er Arsenal sem við megum ekki nefna svo ég er búinn að gera mín fyrstu mistök. Svo var það Preston en það eru einu tvö liðin.“