fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
433Sport

Með ótrúlegt fjármagn miðað við lið í næst efstu deild

Victor Pálsson
Mánudaginn 21. júlí 2025 15:00

Ryan Reynolds og Blake Lively. Reynolds er annar eigenda Wrexham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wrexham er sagt vera með mikið fjármagn til að fjárfesta í framherja í sumar en blaðamaðurinn Alan Nixon greinir frá.

Wrexham er að verða ansi frægt félag um allan heim en það er í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds sem eru báðir leikarar.

Samkvæmt Nixon getur Wrexham borgað tíu milljónir punda fyrir framherja í sumar og er það í raun ótrúleg upphæð fyrir lið sem er nýkomið í næst efstu deild.

Wrexham ætlar sér alla leið eftir frábæran árangur undanfarin ár en markmiðið er að koma liðinu í efstu deild.

Wrexham er nýbúið að bæta eigið félagsmet þegar kemur að félagaskiptum en Liberato Cacace gekk í raðir félagsins fyrir 2,1 milljón punda.

Næsta stjarna liðsins gæti kostað allt að fjórfalt meira og verður mjög fróðlegt að sjá hver sá maður verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náði myndbandi af Rashford á flugvellinum

Náði myndbandi af Rashford á flugvellinum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United
433Sport
Í gær

Afinn heyrði af komu Mourinho og hringdi strax í leikmanninn – ,,Sagði mér að fara og það strax“

Afinn heyrði af komu Mourinho og hringdi strax í leikmanninn – ,,Sagði mér að fara og það strax“
433Sport
Í gær

Langaði ekkert meira en að kýla dómarann í andlitið – ,,Ekki séð annað eins í mínu lífi“

Langaði ekkert meira en að kýla dómarann í andlitið – ,,Ekki séð annað eins í mínu lífi“