Cole Palmer er í sama gæðaflokki og Eden Hazard sem er af mörgum talinn einn allra besti vængmaður í sögu Chelsea.
Þetta segir Jody Morris, fyrrum leikmaður liðsins, en Palmer er mikilvægasti leikmaður Chelsea og er mikið treyst á hann fram á við.
Morris segir að það séu fáir betri í að taka yfir leiki en Palmer í dag en hann getur gert ótrúlegustu hluti til að tryggja Chelsea stig í leikjum.
,,Að mínu mati þá er hann ofurstjarna í dag en hann getur enn komist á næsta stig því þú þarft að spila í Meistaradeildinni til að komast þangað,“ sagði Morris.
,,Það eru fáir leikmenn sem geta gert það sem hann gerir. Við erum svo heppnir að eiga líklega þann besta í sögunni til að breyta leikjum, Eden Hazard. Cole Palmer er í sama gæðaflokki.“