Saul Niguez er að kveðja lið Atletico Madrid eftir að hafa verið samningsbundinn félaginu í heil 17 ár.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Saul eins og hann er kallaður á að baki tæplega 300 deildarieki fyrir Atletico.
Hann hefur verið lánaður þrisvar á ferlinum og þar á meðal til Chelsea og Sevilla.
Hann spilaði 24 deildarleiki með Seivlla á láni í fyrra en félagið ákvað að kaupa hann ekki endanlega.
Nú er Saul að flytja á nýjan stað en hann gerir fjögurra ára samning við Trabzonspor í Tyrklandi.