David Beckham er á meðal frægustu manna heims en hann er giftur fyrrum poppsöngkonunni ,Viktoríu Beckham.
Victoria birti ansi skemmtilegt myndband á Instagram síðu sína um helgina af eiginmanni sínum. Stórstjarnan hafði tekið upp á því að klippa sig sjálfur með skelfilegum, en skondnum, afleiðingum.
Ekki tókst David betur til en svo að hann skartar nú skallablett á miðju höfuðsins.
,,Þetta er ekki fyndið,“ sagði David við Victoria sem var með símann á lofti eins og má sjá hér.
View this post on Instagram
David er með myndarlegri mönnum heims og hefur skartað afar fjölbreyttum hárgreiðslum í gegnum tíðina. Hann mun því eflaust fara létt með að bjarga þessum klaufaskap fyrir horn.