Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, skilur ekki upp né niður eftir að félagið staðfesti komu vængmannsins Noni Madueke.
Madueke kemur til Arsenal frá Chelsea en hann er hægri kantmaður líkt og einni mikilvægasti leikmaður liðsins, Bukayo Saka.
Arsenal borgar 52 milljónir punda fyrir Madueke sem er mjög há upphæð ef leikmaðurinn á að sitja á bekknum og koma inná sem varamaður.
,,Ég er undrandi á þessum kaupum Arsenal, að fá til sín Noni Madueke. Ég er í sjokki,“ sagði Merson.
,,Ef Arsenal myndi vilja fá einn leikmann frá Chelsea þá væri hann síðastur á mínum lista, síðasti sem þeir myndu kaupa. Ég bara sé þetta ekki.“
,,Hann á sína góðu leiki hér og þar en það er allt saman. Hann er ekki með stöðugleika og ég vona innilega að hann troði sokk upp í mig.“
,,Hvað þýðir þetta fyrir Arsenal og Bukayo Saka? Hann er ekki að fara missa sæti sitt í byrjunarliðinu, að kaupa varamann á 52 milljónir punda er gríðarlega há upphæð.“