Alvaro Morata, leikmaður Galatasaray, er í veseni en hann er að reyna að komast til Como á Ítalíu.
Morata er löngu búinn að ná samkomulagi við Como og var Galatasaray um tíma búið að samþykkja skiptin.
Tyrknenska félagið er þó hætt við en það er vegna framherjans Victor Osimhen sem var hjá félaginu í fyrra.
Galatasaray er að vonast til að geta notað Osimhen í vetur en hann var á lánssamningi frá Napoli.
Galatasaray gengur erfiðlega að semja við Napoli um leikmanninn og hefur því stöðvað félagaskipti Morata allavega í bili.
Ef Osimhen endar ekki hjá Galatasaray eru góðar líkur á að Morata fái ekki að skipta til Como sem er í efstu deild á Ítalíu.