Granit Xhaka mun að öllum líkindum hafna því að koma aftur í ensku úrvalsdeildina en hann hefur verið orðaður við Sunderland.
Xhaka er fyrrum fyrirliði Arsenal en hann spilar í dag með Bayer Leverkusen og leikur þar stórt hlutverk.
Talið var að Xhaka myndi semja við nýliða Sunderland en samkvæmt blaðamanninum Sacha Tavolieri verður ekkert úr því.
Xhaka er sáttur í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni og hefur heldur ekki áhuga á að semja í Sádi Arabíu.
Hversu stórt hlutverk Xhaka mun spila í vetur er ekki víst en Erik ten Hag tók við félaginu í sumar.