fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Stjórnar hann öllu á bakvið tjöldin?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. júlí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo virðist vera ánægður með nýjustu ráðningu Al-Nassr en það er hans félag í Sádi Arabíu.

Al-Nassr er búið að ráða inn nýjan stjórnarformann en það er fyrrum liðsfélagi Ronaldo, Jose Semedo.

Semedo og Ronaldo voru saman hjá Sporting á sínum tíma en sá fyrrnefndi átti ansi athyglisverðan feril.

Þessi fyrrum djúpi miðjumaður spilaði á Englandi í fjögur ár með Charlton og svo í sex ár með Sheffield Wednsesday áður en hann endaði ferilinn 2023 með Vitoria í Portúgal.

Al-Nassr hefur staðfest komu Semedo og hefur hann störf strax en hann hefur lítið sést eftir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Þessi ráðning vekur töluverða athygli og er talið að Ronaldo hafi haft eitthvað með hana að gera en hann óskaði vini sínum til hamingju með nýja starfið á samskiptamiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ferguson fer til Roma

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Játar að hafa keyrt ölvaður og tekur á sig háa sekt – Gaf eiginhandaráritanir fyrir utan dómsalinn

Játar að hafa keyrt ölvaður og tekur á sig háa sekt – Gaf eiginhandaráritanir fyrir utan dómsalinn
433Sport
Í gær

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur
433Sport
Í gær

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni