Cristiano Ronaldo virðist vera ánægður með nýjustu ráðningu Al-Nassr en það er hans félag í Sádi Arabíu.
Al-Nassr er búið að ráða inn nýjan stjórnarformann en það er fyrrum liðsfélagi Ronaldo, Jose Semedo.
Semedo og Ronaldo voru saman hjá Sporting á sínum tíma en sá fyrrnefndi átti ansi athyglisverðan feril.
Þessi fyrrum djúpi miðjumaður spilaði á Englandi í fjögur ár með Charlton og svo í sex ár með Sheffield Wednsesday áður en hann endaði ferilinn 2023 með Vitoria í Portúgal.
Al-Nassr hefur staðfest komu Semedo og hefur hann störf strax en hann hefur lítið sést eftir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.
Þessi ráðning vekur töluverða athygli og er talið að Ronaldo hafi haft eitthvað með hana að gera en hann óskaði vini sínum til hamingju með nýja starfið á samskiptamiðlum.