Bayern Munchen er að leitast eftir því að selja miðjumanninn Joao Palhinha sem kom aðeins til félagsins í fyrra.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Christian Falk sem er með nokkuð áreiðanlega heimildarmenn í Þýskalandi.
Palhinha stóðst ekki væntingar í vetur eftir komu frá Fulham en hann kostaði 48 milljónir punda.
Þrátt fyrir að hafa spilað fyrir Bayern í eitt ár er félagið tilbúið að selja Portúgalann á 22 milljónir punda og eru ensk félög eins og Arsenal og Tottenham að skoða stöðuna.
Palhinha er þrítugur og er sjálfur opinn fyrir endurkomu til Englands en hann er samningsbundinn til ársins 2028.