Noni Madueke er ansi metnaðarfullur eftir að hafa skrifað undir samning við lið Arsenal á Englandi.
Madueke kemur til Arsenal frá Chelsea en það fyrrnefnda borgar um 52 milljónir punda fyrir Englendinginn.
Madueke er alls ekki vinsæll á meðal margra í London eftir að hafa verið á mála hjá Crystal Palace, Tottenham, Chelsea og nú Arsenal.
Vængmaðurinn vill vinna alla titla með Arsenal og segir að það séu markmið sín fyrir næsta tímabil.
,,Til þess að vinna allt saman, allar þær keppnir sem við erum í,“ sagði Madueke mjög kokhraustur.
,,Við erum með gæðin í að ná þeim áfanga. Ég vil hjálpa liðinu á þann hátt sem ég get og þroskast sem leikmaður en einnig manneskja.“