fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir skelfilegu bílslysi sem átti sér stað í vetur en Michail Antonio, þáverandi leikmaður West Ham, er heppinn að vera á lífi í dag.

Antonio lenti í mjög svo óhugnanlegu bílslysi í desember 2024 og lá á spítala í langan tíma en er kominn á skrið í dag og byrjaður að spila á ný.

Antonio segir sjálfur að hann muni ekkert eftir að hafa klesst á eða hvað nákvæmlega átti sér stað en hann fór yfir sína reynslu í hlaðvarpsþættinum Best Mode On.

,,Það klikkaðasta við þetta allt saman er að allur heimurinn fékk að upplifa þetta bílslys meira en ég,“ sagði Antonio.

,,Já ég var í slysinu en ég var ekki hluti af því. Ég man ekki eftir neinu, ég man ekki eftir bílslysinu og ég man ekki eftir því að hafa verið á spítala eða að hafa farið í aðgerð.“

,,Það voru margar tilfinningar sem ég upplifði til að byrja með. Líkaminn man eftir því sem gerðist en hausinn á mér gerir það ekki.“

,,Það sem ég hef lært f þessu er að fótboltinn er mikilvægur en heilsan er mikilvægari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“