Stuðningsmenn Arsenal eru spenntir eftir að hafa séð myndir af heimili Viktor Gyokeres í Lisabon í Portúgal.
Þar er byrjað að flytja allt út úr húsinu en Gyokeres er sterklega orðaður við Arsenal og virðist á leið þangað.
Gyokeres vill ólmur fara til Arsenal og hefur heldur betur látið í sér heyra í Portúgal.
Miðað við það að hann sé fluttur úr húsinu sínu virðist fátt eitt geta komið í veg fyrir það að hann fari til Arsenal.
Félögin eru sögð nálgast samkomulag.