Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur áhyggjur af því að hann sé með of marga miðjumenn í sínum röðum.
Þetta kemur fram í frétt Sport á Spáni en Flick vill losna við nokkra leikmenn áður en næsta tímabil hefst.
Hann er nú þegar með menn eins og Pedri, Gavi, Frenkie de Jong, Fermin Lopez, Marc Casado, Marc Bernal og Oriol Romeu til taks en fleiri gætu komið í sumar.
Líkur eru á að Lopez og Casado verði seldir í þessum sumarglugga en Gavi og Pedri eru alls ekki til sölu.
Gavi var mikið á bekknum í vetur en ástæðan er að hann var að jafna sig eftir virkilega erfið meiðsli.