Lamine Yamal hefur krotað undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2031.
Um er að ræða efnilegasta fótboltamann heims að margra mati en hann er aðeins 18 ára gamall og er lykilmaður í spænska landsliðinu.
Yamal spilaði á EM með Spánverjum aðeins 16 ára gamall en liðið fór alla leið og vann mótið með hann á vængnum.
Yamal fær einnig tíuna hjá Barcelona og tekur við því númeri af Ansu Fati sem fór til Monaco í sumar.