Cristiano Ronaldo framherji Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur mikil völd hjá félaginu, hann fékk að velja þjálfara og fær að ráðleggja varðandi nýja leikmenn.
Jorge Jesus var ráðinn þjálfari Al-Nassr á dögunum og samkvæmt fréttum hefur Ronaldo nú beðið hann og félagið að kaupa Luis Diaz.
Diaz vill fara frá Liverpool þar sem hann telur sig eiga skilið hærri laun en hann fær á Anfield.
Liverpool hefur hafnað tilboði frá Bayern í kappann en nú gætu Sádarnir farið að blanda sér í leikinn með sitt þykka veski.
Ronaldo gerði nýjan samning við Al-Nassr á dögunum og vill hann fá Diaz til að hjálpa sér við að reyna að vinna deildina þar í landi.