Það er óhætt að segja að stuðningsmenn NSI Runavik í Færeyjum sem og leikmenn liðsins fari svekktir á koddann í kvöld.
NSI spilaði við HJK frá Finnlandi í Sambandsdeildinni í kvöld og var í virkilega góðum málum eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum.
Flestir bjuggust við að NSI myndi komast áfram í næstu umferð en Finnarnir buðu upp á ótrúlega frammistöðu á sínum heimavelli.
HJK vann 5-0 sigur eftir framlengdan leik en þeir færeysku léku manni færri alveg frá 15. mínútu.
Staðan var 3-0 fyrir HJK er 94 mínútur voru komnar á klukkuna en þá jöfnuðu þeir finnsku viðureignina og skoruðu svo mark í framlengingu til að tryggja farseðilinn í næstu umferð.
Finnarnir átti 60 skot að marki NSI í leiknum en þeir færeysku áttu aðeins þrjú.