Everton hefur lagt fram 26 milljóna punda tilboð í Dogulas Luiz miðjumann Juventus. Ítalskir miðlar segja frá þessu.
Luiz er 27 ára gamall og átti góð ár hjá Aston Villa áður en hann var keyptur til Juventus í fyrra.
Juventus vill nú losna við hann en talið er að félagið vilji meira en 26 milljónir punda og nærri 35.
Juventus borgaði 42 milljónir punda fyrir Luiz síðasta sumar en nú vill David Moyes krækja í kauða.
Luiz er landsliðsmaður frá Brasilíu en Everton vill reyna að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.