Manchester City hefur látið John Stones vita að hann geti farið frá félaginu í sumar, er hann einn af sex leikmönnum sem hefur fengið þessi skilaboð.
City hefur einnig látið þá Ilkay Gundogan, Nico O’Reilly, Mateo Kovacic, Claudio Echeverri og Oscar Bobb vita að þeir eigi ekki framtíð hjá félaginu.
Þessir sex leikmenn bætast við það að Jack Grealish hefur verið settur til hliðar og má fara.
Stones hefur verið í stóru hlutverki hjá City síðustu ár en nú virðist Pep Guardiola vilja fara aðra leið.
Guardiola hefur látið forráðamenn City vita að hann vilji minni leikmannahóp en áður og þess vegna vill hann sjá þessa leikmenn fara.