Manchester Evening News segir að forráðamenn Manchester United séu enn að vinna að því að reyna að fá Bryan Mbeumo frá Brentford.
Mbeumo hefur lengi verið á lista United en félögin hafa ekki getað náð saman um kaupverðið.
United vill fá Mbeumo áður en liðið heldur til Bandaríkjana í æfingaferð eftir helgi en óvíst er hvort það takist.
Staðarblaðið í Manchester segir United ekki gefast upp en að Mbeumo gæti komið seinna en félagið hafði vonast.
Mbeumo vill ólmur komast til United en stuðningsmenn félagsins eru orðnir þreyttir á því að bíða eftir komu hans.