Samkvæmt fréttum frá Argentínu hefur Manchester United opnað formlegt samtal við Aston Villa um Emi Martinez.
Virðist Ruben Amorim ætla að leggja áherslu á það að fá inn markvörð til að keppa við Andre Onana næsta vetur.
Onana er meiddur núna og byrjar ekki tímabilið og gæti Martinez komið í hans stað.
Martinez er til í að fara frá Aston Villa í sumar en hann og Unai Emery stjóri Aston Villa hafa ekki átt skap saman.
Talið er að Aston Villa vilji fá á bilinu 20 til 30 milljónir punda fyrir Emi.