Ivan Toney framherji Al-Ahli í Sádí Arabíu þolir ekki höfuðborg Englands, brotist var inn í bifreið hans þar um helgina.
Toney er í sumarfríi í London en þjófagengi herja oftar en ekki á bifreiðar í London.
„Þetta er ástæða þess að ég hata London,“ sagði Toney á Instagram.
Toney bjó lengi vel í London en hann var framherji Brentford áður en hann fór til Sádí Arabíu fyrir tæpu ári síðan.
Ekki er vitað hvort miklum verðmætum var stolið úr bifreið Toney.