Nottingham Forest leggur allt kapp á það að kaupa Jacob Ramsey miðjumann Aston Villa. Telegraph segir frá þessu.
Ramsey skoraði eitt og lagði upp þrjú í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, hann byrjaði 19 leiki.
Forest seldi Anthony Elanga til Newcastle fyrir helgi og þá er Morgan Gibbs-White líklega á leið til Tottenham.
Ramsey er 24 ára gamall miðjumaður sem Forest vill fá til að spila á meðal fremstu manna.
Ljóst er að Nuno Espirito Santo vill reyna að styrkja lið sitt eftir frábært tímabil í fyrra.