Samkvæmt fréttum í Tyrklandi er Jose Mourinho stjóri Fenerbache klár í skera sitt gamla félag Manchester United úr snörunni.
United vill losna við Marcus Rashford í sumar og Mourinho hefur áhuga á því að fá hann til Tyrklands.
Rashford er 27 ára gamall en hann var lánaður til Aston Villa á síðustu leiktíð. Draumur hans er að fara til Barcelona en óvíst er hvort það verði að veruleika.
Fenerbache er samkvæmt fréttum tilbúið að greiða 40 milljónir punda fyrir Rashford en óvíst er hvort hann vilji til Tyrklands.
Miklir peningar eru aftur mættir í boltann í Tyrklandi og því gæti Rashford fengið virkilega vel borgað þar.