fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

433
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukar hafa gengið frá samningi við Rafal Stefán Daníelsson sem kemur til félagsins frá Gróttu.

Markvörðurinn er 23 ára gamall en hann hafði spilað með Gróttu síðustu ár en hefur ekki spilað á þessu tímabili.

Rafal var og er gríðarlegt efni en þegar hann var ungur að árum sýndi Liverpool honum áhuga.

Rafal fór í tvígang til reynslu hjá Liverpool en á þeim tíma var hann í herbúðum Fram.

Rafal ólst upp á Austurlandi en fór ungur að árum til Fram áður en hann fór í Þrótt Vogum og þaðan til Gróttu.

Hann mun nú ganga í raðir Hauka og samdi við félagið út þessa leiktíð en liðið leikur í 2. deild karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo