Alan Pace eigandi Burnley hefur gengið frá kaupum á Espanyol sem leikur í efstu deild á Spáni. Hann kaupir félagið í gegnum Velocity Sport Limited.
Pace er einnig eigandi Burnley sem hann keypti árið 2021 en Pace mun þá eiga félag í ensku úrvalsdeildinni og í La Liga.
Espanyol endaði í fjórtánda sæti í La Liga en félagið var í eigu aðila frá Kína.
Espanyol var aðeins tveimur stigum frá falli úr deildinni en Pace ætlar sér að reyna að blása lífi í félagið.
Pace hefur ekki verið allra sem eigandi Burnley en hann hefur þó í tvígang tekist að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.