Samkvæmt fréttum á Englandi hefur Chelsea enn áhuga á því að kaupa Alejandro Garnacho frá Manchester United.
Chelsea er að selja Noni Madueke til Arsenal og gætu farið í það að kaupa Garnacho.
United vill losna við Garnacho núna en þessi 21 árs gamli kantmaður var á óskalista Chelsea í janúar.
Nú gæti Chelsea reynt aftur en Garnacho sjálfur vill halda áfram að spila á Englandi.
Garnacho er einn af þeim sem fær ekki að æfa með United þessa dagana og þarf að mæta síðdegis þegar allir leikmenn eru farnir heim.