Jack Grealish leikmaður Manchester City var mjúkur og meyr þegar hann ræddi við stuðningsmenn liðsins eftir tónleika Oasis um helgina.
Grealish var mættur á tónleika Oasis í Manchester en City vill losna við hann úr félaginu.
Pep Guardiola hefur látið Grealish vita að hann sé til sölu og sást það best þegar hann var utan hóps á HM félagsliða.
„Ég elska City meira en allt, og veistu hvað ég elska meira? Stuðningsmenn City, þeir eru þeir bestu í heimi,“ sagði Grealish.
Grealish kom til City fyrir fjórum árum á 100 milljónir punda en talið er að City vilji 40 milljónir punda fyrir hann.
Grealish virtist aðeins vera búin að fá sér á tónleikunum en hann er þekktur glaumgosi.
Jack Grealish at #Oasis, Heaton Park: “I love City more than anything! And do you know what I love more than anything? City fans! They’re the best fans in the world!” 🥹🩵 pic.twitter.com/0ik1CNNWAw
— City Xtra (@City_Xtra) July 12, 2025