Botafogo í Brasilíu er farið að undirbúa sig undir það að John Victor markvörður liðsins fari til Manchester United.
Sagt er að United sé búið að ræða við Botafogo um markvörðinn sem var öflugur á HM félagsliða.
Ruben Amorim virðist þurfa að finna markvörð en Andre Onana meiddist á æfingu um helgina og verður frá í sex vikur.
Onana mun því missa af byrjun tímabilsins en Victor gæti komið til að veita honum samkeppni.
Ekki er búist við því að United muni sækja markvörð sem tekur stöðuna af Onana frekar einhvern sem veitir honum samkeppni.