Umboðsmaður Benjamin Sesko er í vanda staddur eftir að Arsenal valdi Viktor Gyokeres frekar en Sesko.
Verðmiðinn hjá RB Leipzig spilaði þar stórt hlutverk en Sesko hafði vonast eftir skrefinu til Arsenal.
Nú segja erlendir miðlar að Sesko vilji burt og að umboðsmaðurinn reyni að kveikja áhuga hjá Liverpool.
Umboðsmaðurinn hefur samkvæmt fréttum verið í sambandi við Liverpool til að ýta undir áhuga.
Sesko er 22 ára gamall frá Slóveníu og hefur átt öfluga tíma hjá Leipzig.