Breiðablik mætir Egnatia á þriðjudag í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli kl. 19:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri Egnatia.
Miklir peningar eru í húfi en einnig mun auðveldari leið inn í riðlakeppni í Evrópu.
Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari í viðureigninni mætir KKS Lech Poznań frá Póllandi í næstu umferð. Það lið sem dettur út færist yfir í Sambandsdeildina og mætir þar PFC Ludogorets 1945 frá Búlgaríu eða FC Dinamo-Minsk frá Belarús.