Bayern Munchen er ekki aðeins orðað við Luis Diaz þessa dagana heldur er einnig að skoða leikmann Arsenal.
Frá þessu greinir þýski miðillinn Bild en samkvæmt þeirra heimildum er Leandro Trossard mögulega á leið til félagsins.
Bayern mun reyna að fá Luiz frá Liverpool í sumar en ef það gengur ekki upp mun liðið horfa til Trossard.
Trossard er að öllum líkindum á förum frá Arsenal en hann hefur verið í varahlutverki undanfarin tvö ár.
Miklar líkur eru á að Diaz spili áfram með Liverpool í vetur og gæti Trossard reynst fínn kostur fyrir Bayern upp á breiddina að gera.